Skip to main content

Neistinn auglýsir eftir framkvæmdastjóra

hjarta

Framkvæmdastjóri – hlutastarf

 

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna auglýsir 50 % stöðu framkvæmdastjóra frá 1.mars næstkomandi eða eftir samkomulagi.

 

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna var stofnað þann 9.maí 1995. Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og fullorðinna með meðfæddan hjartagalla.

 

Starfsstöð Neistans er í Reykjavík og er framkvæmdastjóri starfsmaður stjórnar Neistans.

 

Starfið felst m.a í:

  • daglegum rekstri, bókhaldi og utanumhaldi um starfsemi félagsins í samræmi við lög þess, fjárhagsáætlun, ákvarðanir stjórnar og ýmis tilfallandi verkefni.

 

Menntunar-og hæfnikröfur eru:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynsla af verkefnastjórnun. Góð íslenskukunnátta og geta til að tjá sig á ensku. Skipulagshæfileikar og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Öguð vinnubrögð og lipurð í mannlegum samskiptum. Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli. Góð tölvukunnátta

 

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2020 og skulu umsóknir berast á netfangið neistinn@neistinn.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.