Skip to main content

Nýr starfsmaður

By mars 16, 2020september 12th, 2021Fréttir

Stjórn Neistans hefur ráðið Ellen Helgu Steingrímsdóttur í starf framkvæmdastjóra. Ellen Helga hefur mikla reynslu af starfi Neistans, sem fyrrverandi stjórnarmaður og sem móðir hjartabarns. Ellen Helga er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur síðustu ár starfað sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins og mun hún halda áfram starfi sínu þar, samhliða starfinu hjá Neistanum.

Ellen Helga tekur við starfinu um miðjan mars af Fríðu Björk Arnardóttur sem hefur verið framkvæmdastjóri síðastliðin 4 ár.

Neistinn óskar Ellen Helgu til hamingju með starfið og þakkar Fríðu fyrir vel unnin störf síðustu ár.