Skip to main content

KVAN námskeið fyrir 7-9 ára

By ágúst 12, 2021Fréttir, Uncategorized

Umhyggja í samstarfi við KVAN býður upp á vandað námskeið fyrir systkini langveikra barna. Þátttakendur eru efldir á uppbyggilegan og skemmtilegan hátt til að takast á við þær félagslegu aðstæður sem upp koma í lífi þeirra.

Hvenær:

Námskeiðið hefst 19. ágúst og mun fara fram á fimmtudögum frá klukkan 16:30 til 18:30 (8. skipti). Börnin hittast í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað 7-9 ára börnum fjölskyldna sem eru í aðildarfélögum Umhyggju. Við skráningu er mikilvægt að félagsmenn taki fram að þeir séu í Neistanum (sett í reitinn upplýsingar).

Skráningargjaldið er aðeins 7.000 krónur þar sem það er niðurgreitt (hefðbundið verð er 88.000 kr)

 

Skráning á námskeið