Skip to main content

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 18. september

By ágúst 14, 2021september 12th, 2021Fréttir, Uncategorized

Hlaupum til góðsReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka mun fara fram laugardaginn 18. september.

Hlaupið er tilvalin fjölskylduskemmtun þar sem frábær stemming myndast þegar styrktaraðilar Neistans leggja sitt af mörkum með því að hlaupa eða hittast á hliðarlínunni til þess að hvetja hlauparana áfram.

Þátttakendur geta valið á milli fjögurra mismunandi vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.

Í kringum 70 börn greinast árlega með hjartagalla og er maraþonið ein helsta fjáröflunarleið Neistans.

Við erum endalaust þakklát öllum þeim sem hlaupa fyrir félagið, mæta til að hvetja hlauparana áfram og öllum þá sem hafa styrkt við starf félagsins með því að heita á hlauparana.

 

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið           Áheitasöfnun

 

Allir sem hlaupa fyrir Neistann fá gefins dri-fit bol sem er merktur félaginu til að hlaupa í. Hlauparar eru hvattir til að panta bol með því að senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is og tilgreina bolastærð.

Hlökkum mikið til að hvetja ykkur áfram í hlaupinu.