Skip to main content

Reykjavík Escape og hamborgarafabrikkan

Unglingahópur Neistans hittist aftur  síðastliðinn miðvikudag og áttu þau dúndur góðan tíma saman.

Farið var í Reykjavík Escape þar sem þau fóru í 2 herbergi, skipt var í tvo hópa þar sem annar fór í Prison Break og hin fór í Bank Heist. Allir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir smá keppni á milli herbergja ?

Eftir fjörið í Reykjavík Escape var haldið á Hamborgarafabrikkuna þar sem fengið var sér að borða og spjallað saman.

Mætingin var mjög góð og eru allir spenntir fyrir næsta hitting ?

Erum ótrúlega ótrúlega stolt af þessum flotta hóp og hlökkum til að sjá hann stækka og dafna ❤️

 

Unglingastarf Neistans er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.