Skip to main content

Ævintýri í jólaskógi

Neistinn bauð félagsmönnum sínum í jólaskóginn þriðjudaginn 13.desember 🎄

Ævintýri í Jólaskógi er tæplega klukkutíma löng sýning þar sem áhorfendur ganga í litlum hópum um skóginn í Guðmundarlundi, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra.
Allir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir mikinn kulda þennan dag ❄️❤️
Eftir gönguna er öllum boðið í myndatöku með jólasveini auk þess sem boðið er upp á heitt kakó og piparkökur sem var kærkomið á þessum degi. 
Takk allir sem komu og áttu með okkur ævintýralega stund í jólaskóginum ❤️