Skip to main content

Ævintýri í jólaskógi

Neistinn býður félagsmönnum sínum í jólaskóginn 13.desember næstkomandi !
Til að skrá sig þarf að senda póst á neistinn@neistinn.is og við sendum áfram hlekk til að klára skráninguna.
Farið er á 10 mín fresti og fyrsta ferðin er kl. 17:00 – ATH aðeins félagsmenn sem skrá sig geta farið í jólaskóginn ❤️
Ævintýri í Jólaskógi er tæplega klukkutíma löng sýning þar sem áhorfendur ganga í litlum hópum um skóginn í Guðmundarlundi, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra.
Ferðalagið hefur verið varðað með jólakúlum, luktum og öðru jólaskrauti svo áhorfendur eigi það ekki á hættu að villast í skóginum.
Eftir gönguna er öllum boðið í myndatöku með jólasveini auk þess sem boðið er upp á heitt kakó og piparkökur.
Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri, koma vel skóaðir og með vasaljós en öll þessi atriði eru nauðsynleg til að hægt sé að njóta sýningarinnar til hins ítrasta. Við mælum með sýningunni fyrir fjögurra ára og eldri en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til okkar.
ATH Leiðin er þó ekki fær kerrum svo yngstu börnunum þarf að halda á ef þið þurfið að hafa þau með í för. Þá biðjum við ykkur um að skilja hunda eftir heima og er það bæði svo þeir trufli ekki sýninguna og aðra gesti.