Skip to main content

Hetjudáðir múmínpabba – Ævintýri ungs múmínálfs

Loksins getum við aftur farið i okkar árlegu bíóferð  sem verður í boði Laugarásbíó!

Bíóferðin verður sunnudaginn 4.desember kl. 12:00.

Að þessu sinni er það myndin Hetjudáður múmínpabba – ævintýri ungs múmínálfs: Þegar múmínsnáðinn er stunginn af vespu og þarf að vera í rúminu vill múmínpabbi hressa hann við með ævintýralegum sögum úr æsku sinni. Hann segir frá því hvernig hann var misskilinn sem ungur múmínsnáði, þegar hann flýði af munaðarleysingjahæli og frá sögulegum kynnum af uppfinningamanninum Hodgkins. Þá segir hann frá hressilegri siglingu á bátnum Oshun Oxtra, hvernig hann vingaðist við draug og bjargaði múmínmömmu úr sjávarháska.

Hlökkum til að sjá ykkur í þessu sannkallaða aðventubíó 🙂