Skip to main content

Hjartaarfi

Leonard hefur aftur hafið sölu á Hjartaarfanum sem er seldur til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna.

Hjartarfi er af krossblómaætt og er algengur um allt land. Hann hefur sennilega komið hingar með landnámsmönnum og vex einkum við hús og bæi, í jörð sem hefur verið ræktuð. Aldinin eru hjartalaga og af þeim er nafnið dregið. Í gömlum lækningabókum er plantan sögð blóðstillandi.

Menið er hannað af Sif Jak­obs og Eggerti Pét­urs­syni og 20% af söluverði hvers grips renna til Neistans.

Tilvalin jólagjöf og hægt er að kaupa hálsmennið hér ❤️