Skip to main content

Kynning á stjórn Neistans

Guðrún Kristín varaformaður Neistans.

Mín fyrstu kynni af Neistanum eru fyrir 20 árum síðan þegar systir mín fæddist með hjartagalla og fór beint til Boston í aðgerð.

Eftir það gengum við fjölskyldan í félagið og tókum þátt í allskyns afþreyingu og samverustundum á vegum þeirra sem gefur hjartabörnunum og fjölskyldum þeirra svo mikið.

Sjálf á ég þrjú yndisleg börn sem eru öll með mismunandi hjartasjúkdóma sem og stjúpdóttir mín líka.

Gegnum tíðina hefur Neistinn staðið okkur sem næst og erum við ævinlega þakklát fyrir allt það starf sem Neistinn stendur fyrir.

Ég hlakka til komandi tíma með Neistanum og öllu því skemmtilega sem er á döfinni með öllum yndislegu hjartabörnunum okkar.