Skip to main content

Kynning á stjórn Neistans

Ég heiti Katrín Brynja Björgvinsdóttir og er gift Eyþóri. Við eigum saman 3 börn.

Árið 2012 eignumst við okkar fyrsta barn og greindist hann með hjartagalla stuttu eftir fæðingu. Við fórum strax inn í Neistann og höfum verið virkir þáttakendur í starfinu síðan.
Þetta er í annað sinn sem ég sit í stjórn Neistans og ég hlakka mikið til að taka fullan þátt í komandi viðburðum hjá félaginu sem gjaldkeri Neistans.