Skip to main content

Kynning á stjórn Neistans

Ég heiti Hrafnhildur Sigurðardóttir og kynntist Neistanum þegar ég eignaðist son minn Sigurstein Nóa sem er að verða 13 ára í sumar.

Eftir að hafa notið og tekið þátt í því starfi sem Neistinn hefur uppá að bjóða ákvað ég að leggja fram krafta mína og gefa tilbaka.

Neistinn hefur reynst okkur fjölskyldunni mjög vel en við hjónin eigum þrjú börn ,og þar af tvo hjartaprinsa, sem hafa notið góðs af starfi Neistans.

Það er mér mikill heiður að fá að starfa í stjórn Neistans sem ritari félagsins.