Skip to main content

Kynning á stjórn Neistans

Ég starfa í stjórn Neistans því að þegar drengurinn minn fæddist með alvarlegan hjartagalla árið 2006 þá kom Neistinn inn í mitt líf með stuðning.
Það skipti gífurlegu máli á þeim tíma og við höfum nýtt okkur þeirra starfsemi og stuðning í gegnum árin.
Ég ákvað það strax þegar drengurinn minn var lítill að ég ætlaði að gefa til baka.
Ég er búin að starfa í stjórninni í tvö ár og hef áhuga á því að Neistinn snerti enn fleiri hjörtu ❤️
Anna Steinsen