Skip to main content

Kynning á stjórn Neistans

Ég heiti Elín Eiríksdóttir, mamma Hákons Torfa hjartastráks sem er alveg að verða 8 ára.

Neistinn tók á móti okkur þegar hann fæddist og fylgdi okkur fyrstu skrefin þangað til við náðum áttum í nýjum heimi.

Ég var komin í stjórn Neistans nokkrum mánuðum seinna og er komin aftur eftir nokkurra ára hlé.

Mér finnst frábært að geta gefið til baka fyrir frábæra félagið okkar sem styður svo vel við hjartabörn og fjölskyldur þeirra.