Skip to main content

Kynning á stjórn Neistans

Ég skráði mig í Neistann um leið og dóttir okkar fæddist árið 2002 og þurfti til Boston í aðgerð.

Neistinn styrkti okkur eftir þá ferð og vildum við strax fá að borga Neistanum til baka en það höfum við fjölskyldan gert í tuttugu ár með sjálfboðastarfi og stjórnarsetu.

Við erum félaginu ævinlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem félagið hefur ávallt veitt okkur og vinskap sem við höfum eignast í gegnum félagið.

Guðrún Bergmann Franzdóttir