Skip to main content

Kynning á stjórn Neistans

Ég heiti Jónína Sigríður Grímsdóttir, kölluð Ninna.

Ég er mamma 7 ára hjartastráks sem heitir Björgvin Unnar.

Ég kynntist Neistanum í gegnum hans hjartagalla og við fjölskyldan tókum strax virkan þátt í starfinu sem er búið að halda vel utan um bæði okkur foreldrana og hann.

Mér langaði að ljá starfinu krafta mína eftir að kona mín var búin að sitja í stjórn í tvö ár. Núna er ég að hefja 4 árið mitt í stjórn fyrst sem ritari og núna Formaður.

Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum.