Til þess að efla unglingastarfið hjá Neistanum hefur Lilja Eivor Gunnarsdóttir tekið að sér að leiða það.
Nánar um Lilju
Lilja er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Hún stundar framhaldsnám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar auk þess sem þjálfari á námskeiðum hjá KVAN og hefur náð frábærum árangri með skjólstæðingum sínum
Hún hefur starfað með börnum og unglingum í mörg ár, þá aðallega sem stuðningur fyrir börn með sérþarfir. Hún hefur unnið með unglingum í leiklist, samskiptahæfni og við það að hjálpa þeim að stækka þægindarammann sinn. Lilja vann einnig á Landspítalanum með ungmennum í fíkniefnavanda.
Næsti hittingur
Næsti hittingur verður á sunnudaginn 27. mars klukkan 19.30 þar sem Lilja mun sjá um að hrista hópinn (14-18 ára) saman. Jafnframt verða næstu viðburðir skipulagðir í samráði við þá sem mæta.
Hist er í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið lilja@kvan.is
Þeir sem vilja fara í norrænu sumarbúðirnar eru sérstaklega hvattir til að mæta.