Skip to main content

Nýr framkvæmdastjóri

Nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við stýrinu á skriftstofu Neistans.

Fríða Björk Arnardóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Neistans af Ellen Helgu Steingrímsdóttur sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra síðustu ár ásamt Söru Jóhanna Jónsdóttir sem leysti hana af í veikindaleyfi.

Neistinn þakkar þeim frábært starf í þágu félagsins á heldur erfiðum tímum sem eru nú að baki og betri tíð tekur við þar sem Neistinn getur verið enn virkari.

Fríða er Neistanum heldur betur kunnug enda hefur hún áður starfað fyrir félagið bæði í stjórn þess og síðar sem framkvæmdastjóri. Hún mætir aftur tvíefld, með mikla reynslu í farteskinu og háleit markmið fyrir starf Neistans.

Neistinn býður hana velkomna til starfa!

Jónína Sigríður Grímsdóttir, formaður Neistans