Skip to main content

Reykjavíkurmaraþon

Nú er loksins komið að því eftir tveggja ára bið! Það er hægt að hlaupa fyrir Neistann í Reykjavíkurmaraþoninu 2022.

Neistinn leitar eftir ofurhugum til að hlaupa fyrir ofurhetjurnar okkar! Reykjavíkurmaraþonið er helsta fjáröflunarleið Neistans ár hvert og hafa fjölmargir hlaupið fyrir félagið í gegnum tíðina, svo núna leitum við eftir flottu fólki til að skrá sig inná hlaupastyrk og safna áheitum!

https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/394-neistinn-styrktarfelag-hjartveikra-barna

Neistinn lofar fjörugri hvatningarstöð á hlaupadegi, einnig verður Neistinn með aðstöðu til að afhenda hlaupagöng á Fit and Run Expo tveimur dögum fyrir hlaup.

Okkur hlakkar mikið til að hitta alla þá flottu hlaupara sem ætla að standa við bakið á Neistanum!