Skip to main content

Styrktarsjóður

By mars 24, 2022Fréttir, Uncategorized
Hjarta í góðum höndum

Við leitum eftir liðstyrk í Styrktarsjóð hjartveikra barna til þess að taka við stjórnarsetu af Sigríði Jónsdóttur, gjaldkera sjóðsins. Sjóðurinn er byggður upp af ávöxtun eigin fjármuna og frjálsum framlögum. Gjaldkeri hefur umsjón með fjárfestingum sjóðsins.
Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is

Styrktarsjóður hjartveikra barna gegnir mikilvægu hlutverki og veitir fjölskyldum hjartveikra barna fjárhagslegan stuðning. Úthlutanir fara fram þrisvar á ári og sjóðnum er m.a. ætlað að létta undir varðandi tekjumissi og kostnað hjartafjölskyldna tengdan aðgerðum og rannsóknum.

Stjórn Neistans

Í stjórn styrktarsjóðsins sitja:
Guðrún Pétursdóttir – formaður
Össur Skarphéðinsson – varaformaður
Sigríður Jónsdóttir – gjaldkeri
Gunnlaugur Sigfússon -meðstjórnandi
Kristín Ólafsdóttir – varastjórn