Skip to main content

Sumarbúðir norrænna hjartaunglinga verða haldnar í Tampere, Finnlandi vikuna 16. – 23. júlí 2023. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og blómstra. Undanfarin ár hefur verið dýrmætt að fylgjast með unglingunum mynda traust jafningjasambönd í sumarbúðunum.

Fyrir hverja:

Sumarbúðirnar eru fyrir 14-18 ára unglinga (fæddir eru 2005-2009) með meðfædda hjartagalla. Í heildina taka 40 unglingar þátt en þeir koma frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í sumarbúðunum verður starfandi hjúkrunarfræðingur auk þess sem hvert land sendir 2 farastjóra út með krökkunum.

 

Verð:

75.000 krónur. Innifalið í verði er flug, afþreying, fullt fæði og gisting.

Skráning:

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í Norrænu sumarbúðirnar eru beðnir um að hafa samband við Neistann með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is. Þar sem takmarkað pláss er í sumarbúðirnar ganga þeir fyrir sem ekki hafa farið áður. Umsóknarfrestur er til 31.janúar 2023.