Skip to main content

Árshátíð 2023

By september 21, 2023október 9th, 2023Fréttir

Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 14. október 2023!

Húsið opnar kl 18:30 með fordrykk og mun Grillvagninn síðan sjá um að enginn fari út í nóttina svangur.

Veislustjórar kvöldsins munu halda uppi fjörinu í veislunni þangað til að Dj Spotify tekur við keflinu.

Happdrættið verður á sínum stað með stórglæsilegum vinningum ásamt því að hægt verður að festa gleðina á filmu í myndabásnum fræga !

Kaffi og gos í boði en aðra drykki komum við með okkur sjálf 🥂

Verðið eru litlar 6000 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning: 0133-26-011755 kt: 490695-2309 og senda svo staðfestingu á neistinn@neistinn.is

Hægt er að skrá sig og greiða til 11.október og miðar verða afhentir við innganginn

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga frábæra stund saman ❤️