Skip to main content

Árshátíð Neistans og Takts 2023

Okkar árlega árshátíð Neistans og Takts var haldin hátíðlega 14.október síðastliðinn.

Kvöldið og dagskráin gengu vonum framar og við hæstánægð með mætinguna þetta árið.

 

Árshátíð var haldin í Gala salnum að vana og byrjaði hátíðlega með fordrykk og happdrættismiða. Enginn fór tómhentur heim, enda frábærir happdrættisvinningar fyrir alla árshátíðargesti.

 

Guðrún formaður tók að sér veislustjórn þetta árið með kahoot spurningakeppni og fleiru skemmtilegu. Taktur sá um frábærlega skemmtilegan leik sem fékk alla til að hlægja og skemmta sér konunglega. Það er strax byrjað að skipuleggja næstu árshátíð þar sem stjórnin ætlar að veislustýra ógleymanlegu kvöldi!

 

Grillvagninn sá um matinn eins og síðustu ár við mikinn fögnuð árshátíðargesta. Dásamlegur matur og enn betri matreiðslumenn sem stóðu sig með prýði.

 

Dj spotify var á sínum stað með tónlist fyrir allar kynslóðir.

 

Töst og Vínus-Vínheimar gáfu okkur svakalega bragðgóðar flöskur í fordrykk.

Fallegu blöðruvendirnir og skraut fengum við hjá yndislegu mæðgunum í Balún.

Instamyndir gáfu okkur frábæran díl á myndakassa til að festa þetta frábæra kvöld á filmu.

Blómin voru keypt í Samasem blómaheildsölu, dásamlega falleg og ilmuðu enn betur.

Myllan bauð okkur uppá dýrindis marengskökur í eftirétt sem gestir eru enn að tala um!

 

Þökkum öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera þetta að ógleymanlegu kvöldið fyrir félagsmenn Neistans og Takts. Sjáumst að ári !

 

 

-Guðrún Kristín