Skip to main content

Fulltrúar Neistans á heimsráðstefnu í Washington, DC

Neistanum var boðið að taka þátt í 8th World Congress of Pediatric Cardiology and Cardiac Surgery, sem var  í Washington, DC dagana 27.ágúst -1.september síðastliðinn.

Á ráðstefnunni voru um 5,750 manns samankominn frá 117 löndum til að læra, deila og efla þekkingu sína á meðfæddum hjartagöllum.

 

Við erum Global Arch einsaklega þakklátt fyrir að bjóða okkur að koma og taka þátt í þessari mögnuðu ráðstefnu ásamt því að taka þátt í auka ráðstefnu dagana 25.-26.ágúst sem var aðeins fyrir meðlimi Global Arch.

Fríða Björk Arnardóttir, framkvæmdastjóri Neistans og Jónína Sigríður Grímsdóttir, formaður voru á ráðstefnunni fyrir hönd Neistans.

Við fengum tækifæri til að kynna okkar starfsemi  fyrir þátttakendum ráðstefnunar, sitja óteljandi fræðandi fyrirlestra um meðfædda hjartagalla ásamt því að Fríða Björk fékk veggspjald sitt samþykkt og var með kynningu á því. 

 

Þetta var ákaflega auðgandi reynsla af gagnkvæmu námi, tengslamyndun, valdeflingu sjúklinga og fjölskyldna, heilsueflingu og mótun framtíðaráherslna fyrir fólk með meðfædda hjartagalla ❤️