Skip to main content

Góðgerðarpizza safnaði 7,3 milljónum fyrir Neistann

Góðgerðarp­izza Dom­ino‘s þetta árið safnaði 7,3 millj­ón­um fyr­ir Neist­ann, styrkt­ar­fé­lag hjartveikra barna.

Þetta er 10. árið í röð sem að góðgerðarp­izza er á boðstól­um hjá Dom­ino‘s en öll sala góðgerðarp­izzunn­ar hef­ur farið óskipt til góðgerðasam­taka ár hvert.

Hrefna Sætr­an hef­ur unnið með Dom­ino‘s að góðgerðarp­izzunni frá upp­hafi og gefið alla sína vinnu tengda verk­efn­inu og í ár var eng­in breyt­ing þar á, og MS og Ali styrktu verk­efnið með hrá­efn­um líkt og árin á und­an.

Við erum ótrú­lega þakk­lát fyr­ir þetta frá­bæra fram­tak Dom­ino‘s og að hafa valið okk­ur í ár og Hrefnu fyr­ir að út­búa þessa dá­sam­lega góðgerðarp­izzu. Styrk­ur­inn mun nýt­ast í að út­búa nýtt fræðslu- og upp­lýs­inga­efni fyr­ir aðstand­end­ur hjart­barna og hjarta­börn­in sjálf. Hjart­ans þakk­ir til allra viðskipta­vina Dom­ino‘s fyr­ir að kaupa góðgerðarp­izzuna í ár og hjálpa okk­ur þar með að stuðla að betri þjón­ustu fyr­ir hjartveik börn og þeirra fjöl­skyld­ur.