Skip to main content

Þessi frábæri hópur unglinga sem eru á leiðinni í norrænar sumarbúðir fyrir hjartveik börn í Finnlandi í sumar hittust síðastliðinn þriðjudag.

Þau áttu saman frábæra stund saman í leikjasalnum í Smárabíó og borðuðu síðan saman pizzu.

Tilgangurinn með þessum hittingi var að þjappa saman hópnum svo þau myndu kynnast hvort öðru áður en þau myndu eyða saman viku í Finnlandi.  Þau áttu saman ótrúlega skemmtilega stund  þar sem þau náðu að kynnast hvort og spjalla um sumarbúðirnar.

Mikil spenna er fyrir sumarbúðunum í ár og einstakt tækifæri fyrir hjartveika unglinga að fara og kynnast öðrum unglingum sem eru að upplifa það sama og þau ❤️