Skip to main content

Jólakort og merkispjöld komin í sölu

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort fyrir jólin og nýtt ágóðann til góðra verka. Í ár renna allar tekjur StLO við  sölu kortanna til Neistans ❤️

Myndin sem prýðir jólakortið og merkispjöldin í ár er eftir Rósu Þorsteinsdóttur en inni í kortinu er fallegt ljóð eftir Dag St. Ásgeirsson sem heitir Neisti ❤️

Ef smellt er á hlekkina má sjá uppsetningu og útlit jólakortsins og merkispjaldanna.

Kortin eru seld í pökkum með 10 kortum og 10 umslögum, verð á pakka er kr. 2000.

Merkispjöldin eru seld í pökkum með 12 spjöldum, verð á pakka er kr. 2000.

Hægt er að panta kort og merkispjöld á vefsíðu Neistans eða senda okkur tölvupóst á neistinn@neistinn.is og sækja þau á Háaleitisbraut 13, 3.hæð eða fá þau heimsend.