Skip to main content

Norrænu sumarbúðirnar 2023

Norðurlandasumarbúðir hjartveikra unglinga voru að þessu sinni haldnar í Varala, Tampere í Finnlandi dagana 16.- 23.júlí.

Níu ofurhressir unglingar fóru frá Íslandi ásamt tveimur fararstjórum og er þáttaka í þessum sumarbúðum ómetanleg reynsla fyrir þau og dýrmætur tími sem þau munu varðveita um alla tíð.

Eins og alltaf var full dagskrá alla daga !

 

Allt frá nafnaleikjum til keppni á bestu útfærslu á framlagi Finna í Eurovision. Farið á paddelboard, Kayak, skemmtigarð, búbblubolta, jetskí, hoppað í sjóinn, fyrirlestur fyrir unglingana, farið í Flowpark, verslunarferð, fleiri leiki, dodgeball keppni og margt margt fleira.

 

Ótrúlega gaman að sjá unglingana blómstra í þessari ferð og njóta þess að vera saman og kynnast öðrum unglingum.

Þrátt fyrir að þekkjast lítið sem ekkert fyrir ferðina þá skynja þau strax að þau eiga svo margt sameiginlegt enda öll með svipaða lífsreynslu að baki sem aðrir eiga erfitt með að skilja til fulls.

Þau tengjast öll á samfélagsmiðlum eftir ferðina og halda þannig áfram sambandi eftir að heim er komið.

Við viljum þakka Hreyfli og Fagform sérstaklega fyrir stuðninginn ❤️