Skip to main content

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Vaðlaborgum og Brekkuskógi yfir páskana.

Úthlutað er tveimur tímabilum, annars vegar frá 31. mars til 5. apríl (inn í miðja Dymbilvikuna) og hins vegar frá 5. til 10. apríl (yfir Páskahelgina).

Umsóknarfrestur er til 15. janúar og verða allar umsóknir yfirfarnar eftir þann dag. Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir í kringum 31. janúar.

Sótt er um á heimasíðu Umhyggju