Skip to main content

Skyndihjálparnámskeið 18.október

By október 5, 2023október 13th, 2023Fréttir

Neistinn býður uppá skyndihjálparnámskeið fyrir foreldra og forráðarmenn hjartabarna og meðlimi Takts.

Um er að ræða skyndihjálparnámskeið  þar sem lögð verður áhersla á skyndihjálp hjartabarna.
Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 18. október kl 20:00 í húsnæði Neistans, Háaleitisbraut 13.

Skráning fer fram á netfangi Neistans, neistinn@neistinn.is, taka þarf fram nafn/nöfn þeirra sem sækja munu námskeiðið.

Við vekjum athygli á því að einungis fyrir félagsmenn Neistans og Takts❤️

Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið og því viljum við hvetja ykkur til að skrá ykkur sem fyrst ef þið hafið áhuga og getu á að koma til að við sjáum fjöldann.

Ef aðsókn verður mikil munum við reyna að koma á aukanámskeiði.

Leiðbeinandi námskeiðsins er Guðrún Ösp Theodórsdóttir 41 árs bráðahjúkrunarfræðingur úr Keflavík, með 16 ára reynslu af bráðamóttöku og hefur verið leiðbeinandi í skyndihjálp frá árinu 2016. Þá hefur hún einnig haft viðkomu í ýmsum öðrum störfum m.a. sem verkefnisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum, kennt teymisvinnu á Landspítala og sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún býr í Reykjanesbæ, er í sambúð og á fjórar dætur á aldrinum 9-25 ára, köttinn Nölu og hvolpinn Mána. Guðrún Ösp var sjálf langveikt barn og á langveika dóttur.

Henni til aðstoðar verður Gyða Valdís Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjartateymis Barnaspítala Hringsins. Gyða hefur starfað við hjúkrun frá árinu 2008, útskrifaðist með master í barnahjúkrun vorið 2021 og hefur starfað við barnahjúkrun síðastliðin 12 ár, bæði á Íslandi og í Danmörku og Noregi”