Skip to main content

Skyndihjálparnámskeið

18.október síðastliðinn stóð Neistinn frammi fyrir skyndihjálparnámskeiði fyrir foreldra og forráðamenn hjartabarna og meðlimi Takts.

Námskeiðið var haldið í húsnæði Neistans að Háaleitisbraut 13. Námskeiðið var vel sótt og stefnt verður að því að svara eftirspurnum og halda annað námskeið á komandi ári.

 

Leiðbeinandi námskeiðsins var Guðrún Ösp Theodórsdóttir sem er 41 árs bráðahjúkrunarfræðingur úr Keflavík með 16 ára reynslu af bráðamóttöku og hefur verið leiðbeinandi í skyndihjálp frá árinu 2016.

Henni til aðstoðar var Gyða Valdís Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hjartateymis Barnaspítala Hringsins. Gyða hefur starfað við hjúkrun frá árinu 2008, útskrifaðist með master í barnahjúkrun vorið 2021 og hefur starfað við barnahjúkrun síðasliðin 12 ár, bæði á Íslandi, Danmörku og Noregi.

 

Þær stóðu sig frábærlega og gátu svarað öllum spurningum sem þær fengu mjög faglega og skiljanlega. Þeir sem sóttu námskeiðið fengu fagelga og góða fræðslu og þeir sem vildu fengu leiðbeinslu við að prufa allskyns skyndihjálparaðferðir til að rifja upp og hafa ferskara í minninu.

 

Subway gaf okkur veglegan afslátt á veislubökkum sem var boðið uppá ásamt kökum.

Ölgerðin sá um að námskeiðisgestir væru ekki þyrstir á meðan viðburði stóð.

 

Við þökkum öllum sem komu á námskeiðið og nýttu sér þessa mikilvægu fræðslu sem þörf er að rifja upp og hafa í minninu.

Einnig viljum við þakka námskeiðis leiðbeinendunum fyrir frábært námskeið og notalegt kvöld ❤️

 

Guðrún Kristín