Skip to main content

Spilakvöld Neistans og Takts

Föstudaginn 3.nóvember komu saman foreldrar hjartveikra barna og fullorðnir með meðfædda hjartagalla og spiluðu félagsvist.

Þessi árlegi viðburður er alltaf jafn skemmtilegur og gaman að sjá hvað fólk hefur gaman af að spila saman á breiðu aldursbili.

Í ár þá spiluðum við í Flugröst, sal sem Samgöngustofa á, frábær salur með allt sem þarf til að spila góða vist.

Eins og vanalega þá fara allir heim með veglega vinninga sem fjöldinn allur af fyrirtækjum styrkja okkur með.

Ölgerðin og Steindal voru svo frábær að gefa okkur gos og Töst til að bjóða upp á með spilinu.

Við erum óendanlega þakklát fyrirtækjunum að standa við bakið á okkur. Öllum sem mættu og gerðu þetta kvöld frábært færum við hjartans kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur að ári.