Skip to main content

10 – 12 ára hittingur í Keiluhöllinni

Miðvikudaginn 15.maí hittust 7 hressir krakkar fæddir 2012-2014 í Keiluhöllinni. Með þessum hitting hófst loksins hópefli fyrir þennan aldurshóp til að undirbúa þau fyrir unglingahittingana og frægu sumarbúðirnar okkar.

Það er ómetanlegt að geta haldið viðburði þar sem krakkarnir geta leikið og haft gaman og kynnst öðrum krökkum með hjartagalla. Það er svo gott að hitta jafningja sem þekkja reynsluna við að þurfa stundum að stoppa daglega lífið og fara í aðgerð, geta ekki hlaupið eins mikið og bekkjarfélagarnir eða mega ekki fara í öll leiktæki með vinunum.

Hópurinn sem kom í keilu sýndi frábæra takta og hlógu og skemmtu sér mikið. Eftir keiluna þá var sest niður og hópurinn fékk sér pizzu. Þar var rætt um heima og geima og hent fram hugmyndum af því sem þau hafa gaman að gera fyrir næstu hittinga.

Stefnt er að því að hafa viðburði fyrir þennan aldurshóp 2 x á ári og vonumst við til að sjá sem flesta á næsta viðburð í haust.

Elín Eiríksdóttir