Skip to main content

Kynning á stjórn 2024

Ég heiti Elín Eiríksdóttir og ég á hann Hákon Torfa sem fæddist árið 2014.

Neistinn tók vel á móti okkur þegar hann fæddist og fljótlega varð þetta félag og æðislega fólkið önnur fjölskylda okkar. Þar sem ég hef mikinn áhuga á skipulagi og hef gaman að vera með hressu fólki þá lá beinast við að skella mér í stjórn Neistans. Með smá pásu þá hef ég verið í stjórn frá því Hákon var rúmlega hálfs árs og enn þann dag í dag gefur þetta svo mikið gott í sálina 😊

Svo frábært að fá að taka þátt í að skipuleggja og framkvæma flotta viðburði fyrir félagsmenn og hugsa um velferð félagsins ❤️