Skip to main content

Ráðstefna og aðalfundur ECHDO

AEPC

Neistinn tók þátt dagana 13. til 15. mars, á ráðstefnu um taugaþroska og sálfélagslega umönnun frá fóstri til fullorðinna með meðfædda hjartagalla (Biennial meeting of the AEPC working group on neurodevelopment and psychosocial care, from fetus to adult). Ráðstefnan var á vegum European Association of Pediatric Cardiology (AEPC) og var haldinn í Mílanó (Ítalíu). Á ráðstefnunni komu saman heilbrigðisstarfsmenn auk samtaka barna og fullorðna með meðfædda hjartagalla.

 

Á ráðstefnunni var  meðal annars fjallað um áhrif ákveðinna meðfæddra hjartasgalla á heilaþroska sem getur komið vegna súrefnisskorts;  námserfiðleikar sem geta komið upp í skólaumhverfi; of fáar rannsóknir á meðfæddum hjartagöllum á unglingsárum eða hvernig eigi að bregðast við greiningu á meðgöngu. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi geðheilbrigðis og vellíðan þeirra sem fæðast með meðfæddan hjartagalla. 

 

Aðalfundur ECHDO

Í kjölfarið af AEPC ráðstefnunni, var aðalfundur ECHDO (European Congenital Heart Disease Organisation) haldinn. Sem meðlimur af ECHDO  tók Neistinn þátt á þessum fundi ásamt fulltrúum frá Finnlandi, Noregi, Bretlandi, Spánni, Kýpur, Króatíu, Þýskalandi, Möltu, Sviss, Búlgaríu, Ítalíu, Hollandi, Rúmaníu og einnig fulltrúar frá Global Arch. Neistinn er búinn að byggja upp gott tengslanet út um allan heim og vegna þess getum við leitað ráða og stuðning hjá systrafélögum okkar, sem er ómetanlegt fyrir okkur ❤️

Fríða og Katja frá Finnlandi fjölluðu um Evrópu sumarbúðirnar fyrir unglinga á aldrinum 14-18 ára  með meðfædda hjartagalla, sem haldnar verða í ár á Íslandi. Mikil áhugi var frá öðrum löndum að taka þátt í þeim og hlökkum við til að sjá þessar sumarbúðir stækka og dafna næstu árin. 

Kosið var í nýja stjórn ECHDO og er Fríða framkvæmdastjóri Neistans ný í stjórn félagsins.

Fríða Björk og Guðrún Kristín