Skip to main content

Sigurvegari lífs okkar ♥️

Ingi okkar greindist skyndilega með hjartagalla á lokastigi 2015.

Eftir mikið stapp við lækninn hér heima fékkst loks leyfi til að senda hann til Svíþjóðar í aðra skoðun.  Sú heimsókn átti að standa í 1 viku.
4 mánuðum síðar kom hann heim með nýtt hjarta og óræða framtið.

17/18 ára gamall unglingur taldi líf sitt í meginatriðum búið en svo var heldur betur ekki.

Eftir nokkir ár sem fóru í að læra að fóta sig og prufa sig áfram, kynntist hann ástinni í lífi sínu henni Höllu og fljótlega stofnuðu þau heimili.

Í dag næstum 9 árum eftir að hann greindist, bíður hann spenntur eftir tvíburunum þeirra Höllu sem eru væntanleg eftir örfáar vikur.

Við gætum ekki verið stoltari af Hjartahetjunni okkar og rifjum upp þessa sögu í vitundarvikunni um meðfædda hjartagalla ♥️

Gjafahjartað slær fallega og örugglega í takt við ástina og 2 litil hjörtu slá vel og örugglega í móðurkviði í takt við foreldrana ♥️💙

Falleg sigursaga sem kennir manni að gefast aldrei upp.

Það er alltaf hægt að búa ser til fallegt líf ♥️

Við elskum þig ♥️

Mamma og pabbi