Skip to main content

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa veitir Neistanum styrk

Þann 5. janúar síðastliðinn færðu fulltrúar Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa Neistanum 2,1 milljónir króna í styrk. Um er að ræða afrakstur af sölu jólakorts Oddfellowreglunnar á Íslandi I.O.O.F., en Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort fyrir jólin og nýtt ágóðann til góðra verka.

Myndin sem prýðir jólakortið og merkispjöldin í ár er eftir Rósu Þorsteinsdóttur en inni í kortinu er fallegt ljóð eftir Dag St. Ásgeirsson sem heitir Neisti

Við þökkum Oddfellowum innilega fyrir yndislegt framlag og að hafa hugsað svona hlýlega til félagsins ❤️

Á myndinni frá vinstri: Heiðar Friðjónsson formaður StLO, Guðmundur Eiríksson stórsír, Fríða Björk Arnardóttir framkvæmdastjóri Neistans,
Guðrún Kristín Jóhannesdóttir formaður Neistans, Ari Sigurfinnsson formaður útgáfunefndar StLO og Bergþór Guðmundsson ritari StLO.