Skip to main content

Styrkur frá Kiwanisklúbbnum Hraunborgir

14.febrúar síðastliðinn var Neistanum afhentur styrkur í minningu Jóns Gests Viggóssonar. En Þorbjörg ekkja Jóns og börn lögðu til þess að Neistinn fengi styrk Hraunborgar í nafni hans ❤️

Við Elín Eirikísdóttir, varaformaður Neistans áttu yndislega kvöldstund með félagsmönnum Hraunborgar þar sem styrkurinn var veitur.

Við þökkum þeim í Kiwanisklúbbi Hraunborgar hjartanlega fyrir okkur ❤️

Þessi styrkur mun fara í sumarbúðir hjartveikra unglinga sem verða haldnar hér á landi í sumar.

 

Fyrir hönd Neistans,

Fríða Björk Arnardóttir