Nú styttist heldur betur í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 19. ágúst n.k.
Skráningarhátíðin verðu í fullu fjöri í Laugardalshöllinni, og við hvetjum alla til að koma við hjá okkur þegar þeir sækja númerin sín á fimmtudaginn eða á föstudeginum.
Fyrir þá sem ekki eru skráðir í Reykjavíkurmaraþonið er aðgönguverð aðeins kr. 850. Keyptur miði gildir báða sýningardaganna ! Frítt er inn fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
Reykjavíkurmaraþonið hefur verið ein af okkar stærstu fjáröflunarleiðum undanfarin ár, og skiptir félagið mjög miklu máli en um 70 börn á ári greinast á Íslandi með hjartagalla. Við erum endalaust þakklát öllum hlaupurunum okkar og öllum sem hafa hvatt þá áfram og heitið á, og með því styrkt við starf félagsins ❤️
Til þess að sýna þakklæti okkar gefum við öllum hlaupurum Neistans dry-fit bolimerkta félaginu, á meðan birgðir endast.
Fjöldinn allur af flottu fólki ætlar að hlaupa fyrir Neistann í ár og bætist sífellt á listann! Endilega kíkið á þessa flottu hlaupara og heitið á þá ❤️
Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin” #Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann, #skiptirekkimáliámeðanþúklárar og #Reykjavikurmarathon. Eins erum við með hlaupahóp á facebook sem við hvetjum alla okkar hlaupara til að vera með okkur í ?
Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð á hlaupaleiðinni við JL húsið sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar!
ÁFRAM NEISTINN!