Neistinn býður uppá skyndihjálparnámskeið fyrir foreldra og forráðarmenn hjartabarna og meðlimi Takts.
Um er að ræða skyndihjálparnámskeið þar sem lögð verður áhersla á skyndihjálp hjartabarna.
Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 18. október kl 20:00 í húsnæði Neistans, Háaleitisbraut 13.
Skráning fer fram á netfangi Neistans, neistinn@neistinn.is, taka þarf fram nafn/nöfn þeirra sem sækja munu námskeiðið.
Við vekjum athygli á því að einungis fyrir félagsmenn Neistans og Takts❤️
Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið og því viljum við hvetja ykkur til að skrá ykkur sem fyrst ef þið hafið áhuga og getu á að koma til að við sjáum fjöldann.
Ef aðsókn verður mikil munum við reyna að koma á aukanámskeiði.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Guðrún Ösp Theodórsdóttir 41 árs bráðahjúkrunarfræðingur úr Keflavík, með 16 ára reynslu af bráðamóttöku og hefur verið leiðbeinandi í skyndihjálp frá árinu 2016. Þá hefur hún einnig haft viðkomu í ýmsum öðrum störfum m.a. sem verkefnisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum, kennt teymisvinnu á Landspítala og sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún býr í Reykjanesbæ, er í sambúð og á fjórar dætur á aldrinum 9-25 ára, köttinn Nölu og hvolpinn Mána. Guðrún Ösp var sjálf langveikt barn og á langveika dóttur.
Henni til aðstoðar verður Gyða Valdís Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjartateymis Barnaspítala Hringsins. Gyða hefur starfað við hjúkrun frá árinu 2008, útskrifaðist með master í barnahjúkrun vorið 2021 og hefur starfað við barnahjúkrun síðastliðin 12 ár, bæði á Íslandi og í Danmörku og Noregi”