Skip to main content

Neistinn hlaut styrk frá Verkís

By desember 20, 2024Fréttir
Dagný Gunnarsdóttir frá Stuðlum, Anna Björk Eðvarsdóttir frá Barnaspítala Hringsins og Elín Eiríksdóttir frá Neistanum eru hér með Agli Viðarssyni, framkvæmdastjóra Verkís og Snæbirni Jónssyni, stjórnarformanni Verkís.

Í síðustu viku afhentu Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, og Snæbjörn Jónsson, stjórnarformaður Verkís, styrki til þriggja aðila sem vinna mikilvæg störf í þágu samfélagsins. Styrkina hlutu Barnaspítali Hringsins, Neistinn – félag til stuðnings hjartveikum börnum, og Stuðlar – meðferðarstöð fyrir börn og unglinga.

Verkís leggur áherslu á að styðja verkefni sem stuðla að bættri líðan barna og unglinga, auk stuðnings við fjölskyldur þeirra. Með styrkveitingunni vill fyrirtækið hvetja þessi félög til að halda áfram að vinna ómetanlegt starf í þágu samfélagsins.

Við þökkum Verkís innilega fyrir styrkinn og óskum þeim öllum gleðilegrar hátíðar.