Skip to main content

Læknastöð Vesturbæjar lokar 1.mars

By Fréttir

Læknastöð Vesturbæjar lokar 1.mars næstkomandi en læknar halda áfram störfum á eftirfarandi stöðum:

Gunnlaugur Sigfússon, Gylfi Óskarsson og Sigurður Sverrir Stephensen í Domus Medica,  sími 563-1000

Hróðmar Helgason mun vera á Heilsuborg (Bíldshöfða 9),  sími 560-1010

 

 

Blóðsöfnunardagur Neistans og Blóðbankans 12. febrúar

By Fréttir

Mánudaginn 12. febrúar munu Blóðbankinn og Neistinn í samvinnu í annað sinn hvetja landsmenn sérstaklega til að gefa blóð.

Hjartabörn hafa býsna mörg þurft að nota þjónustu bankans og viljum við, aðstandendur þeirra, þakka fyrir okkur með því að gefa blóð og hvetja aðra til samflots.

Blóðsöfnunin stendur allan daginn, opið frá kl.11:00 -19:00.

Léttar veitingar verða í boði Blóðbankans.

Barnapössun, andlistsmálun og blöðrur, milli kl. 14:00 og 18:00.

Blóðgjöf er lífgjöf!

Bíó fyrir félagsmenn á norðurlandi

By Fréttir

Borgarbíó á Akureyri býður hjartabörnum og fjölskyldum þeirra í bíó fimmtudaginn, 25. janúar kl. 17:40 á Paddington 2.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skella sér á þessa frábæru mynd, og þökkum Borgarbíói kærlega fyrir ?

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn til að vita fjölda og hægt er að gera það inn á facebookhópnum Hjartamömmur á norðurlandi

Einnig er hægt að skrá sig hjá Maríu Aðalsteinsdóttur í síma 864-0031

 

Neistahúfa handa nýburum

By Fréttir

Vikuna 7.-14. febrúar stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla.

Þessa viku eykur Neistinn áherslu á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfsemi Neistans.

Einnig mun Neistinn, með traustri og mikilvægri aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, prjóna og gefa öllum nýburum sem fæðast þessa viku fallega, rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna, en árlega fæðast um 70 hjartveik börn á Íslandi.

Hér er hægt er að nálgast uppskriftina af Neistahúfunni en heiðurinn af þessari fallegu húfu á Margrét Harpa hjartamamma. Hægt er að skila húfum til okkar fyrir 1.febrúar næstkomandi.

Jólakveðja frá Neistanum

By Fréttir

Neistinn óskar öllum félagsmönnum sínum sem og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með hjartans þakklæti fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.

Heiðursmerki Hjartaheillar

By Fréttir

Á formannafundi Hjartaheilla þann 8. desember s.l. voru 20 félagar heiðraðir fyrir margvísleg störf í þágu Hjartaheilla. Á meðal þeirra sem voru heiðraðir átti Neistinn  þrjá flotta fulltrúa. Valur Stefánsson fyrrverandi formaður, Guðrún Bergmann fyrrverandi formaður og Guðný Sigurðardóttir fyrrverandi gjaldkeri.

Hjartanlega til hamingju öllsömul !

By Fréttir

Félag austfirskra kvenna bauð stjórnarmeðlimum Neistans á jólafund þeirra þann 4.desember þar sem formaður félagsins, hún Sigurbjörg Bjarnadóttir, færði fulltrúum stjórnarinnar þeim Ellen og Ingibjörgu, 300 þúsund króna styrk úr minningarsjóði þeirra.

Félagið lætur árlega gott af sér leiða fyrir jólin með peningagjöfum og í ár varð Neistinn fyrir valinu. Við þökkum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast fjölskyldum hjartveikra barna vel

 

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2000 -2004), verða í Gotlandi, Svíþjóð næsta sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 24. – 31. júlí 2018.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2018.

Dagatal Neistans 2018

By Fréttir

Dagatal Neistans 2018 er komið út!

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja fyrir okkur) dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 899-1823 á skrifstofutíma.

Jólaball 2017

By Fréttir

Hó Hó Hó.  Jólaballið verður sunnudaginn 10. desember, kl. 14 – 16 í safnarðarheimili Grensássóknar.

 

Jólasveinninn kemur með pokann góða.

Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – og allt það.

Allir koma með eitthvað á hlaðborð en drykkir eru í boði Neistans.

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans. Hlökkum rosalega til að sjá alla!