Skip to main content

Páskabingó

By Fréttir

Hið árlega páskabingó Neistans verður haldið 25. mars í Vinabæ! 

Bingóið hefst kl 14:00 og stendur til kl 16:00

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma og gera sér glaðan dag með okkur, en bingóið er stórskemmtilegur og árlegur fjölskylduviðburður sem hefur verið vel sóttur hjá okkur 🙂 

Spjaldið er á 300 kr 

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂


Bingo

Bíó fyrir félagsmenn á norðurlandi

By Fréttir

Borgarbíó á Akureyri býður hjartabörnum í bíó á sunnudaginn, 19. febrúar kl. 15:30 á Billa Blikk.

Frítt er fyrir hjartabarn og einn fylgdarmann 🙂

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skella sér í bíó, og þökkum Borgarbíói kærlega fyrir 😉

Við minnum líka á mömmuhópinn fyrir norðan, Hjartamömmur á norðurlandi 🙂

Blóðgjöf er lífgjöf!

By Fréttir

Fimmtudaginn 9. febrúar var blóðsöfnunardagur Neistans haldinn í samstarfi við Blóðbankann sem hluti af vitundarviku um meðfædda hjartasjúkdóma.

Þá voru félagsmenn sérstaklega hvattir til að gefa blóð í tilefni dagsins og lögð rík áhersla á að breiða út boðskapinn um blóðgjöf, en mörg hjartabörn hafa þegið blóð frá gjafmildum gæðablóðum.

Stjórnarmeðlimir Neistans voru á staðnum og kynntu félagið gestum og gangandi og buðu börnum upp á andlitsmálun og blöðrur. Blóðbankinn bauð einnig upp á köku í tilefni dagsins og var margt um manninn – bæði af fastagestum sem og nýskráðum.

Neistinn þakkar öllum þeim sem komu og gáfu blóð í tilefni dagsins.

Blóðgjöf er lífgjöf!

Neistabíó!

By Fréttir

Laugarásbíó bauð félagsmönnum Neistans á teiknimyndina Billi Blikk, sunnudaginn 29. janúar síðast liðinn. Við höfum notið velvildar Laugarásbíó síðast liðin ár, og færum þeim hjartans þakkir fyrir.

Frábær mæting var á sýninguna og allir skemmtu sér konunglega.

Borgarbíó á Akureyri bauð jafnframt félagsmönnum fyrir norðan á Billa Blikk þann 19. febrúar síðast liðinn.

Hjartans þakkir fyrir okkur!

Neistabíó!

By Fréttir

Laugarásbíó bauð félagsmönnum Neistans á teiknimyndina Billi Blikk, sunnudaginn 29. janúar síðast liðinn. Við höfum notið velvildar Laugarásbíó síðast liðin ár, og færum þeim hjartans þakkir fyrir. 

Frábær mæting var á sýninguna og allir skemmtu sér konunglega. 

 

Borgarbíó á Akureyri bauð jafnframt félagsmönnum fyrir norðan á Billa Blikk þann 19. febrúar síðast liðinn. 

 

Hjartans þakkir fyrir okkur! 

 

bíó1

Blóðgjöf er lífgjöf!

By Fréttir

Fimmtudaginn 9. febrúar var blóðsöfnunardagur Neistans haldinn í samstarfi við Blóðbankann sem hluti af vitundarviku um meðfædda hjartasjúkdóma. Þá voru félagsmenn sérstaklega hvattir til að gefa blóð í tilefni dagsins og lögð rík áhersla á að breiða út boðskapinn um blóðgjöf, en mörg hjartabörn hafa þegið blóð frá gjafmildum gæðablóðum. Stjórnarmeðlimir Neistans voru á staðnum og kynntu félagið gestum og gangandi og buðu börnum upp á andlitsmálun og blöðrur. Blóðbankinn bauð einnig upp á köku í tilefni dagsins og var margt um manninn – bæði af fastagestum sem og nýskráðum. 

Neistinn þakkar öllum þeim sem komu og gáfu blóð í tilefni dagsins. 


Blóðgjöf er lífgjöf! 


 

Bíó fyrir félagsmenn á norðurlandi

By Fréttir

Borgarbíó á Akureyri býður hjartabörnum í bíó á sunnudaginn, 19. febrúar kl. 15:30 á Billa Blikk. 

Frítt er fyrir hjartabarn og einn fylgdarmann 🙂 

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skella sér í bíó, og þökkum Borgarbíói kærlega fyrir 😉

 

Við minnum líka á mömmuhópinn fyrir norðan, Hjartamömmur á norðurlandi 🙂 

 

 

 

Pottormar

By Fréttir

Sundhópur í Suðurbæjarlaug hittist nær daglega, syndir saman og á gott spjall í heita pottinum.

Í upphafi Þorrans hittist hópurinn í þorraveislu og gæddi sér á dýrindis veitingum í pottinum.

Var þetta áttunda árið í röð sem blásið var til slíkrar veislu.

Hver og einn sundgarpur lagði til pening í sjóð í tilefni veislunnar til styrktar Neistanum.


Hjartans þakkir Pottormar !


pottormar

Blóðsöfnunardagur Neistans og Blóðbankans 9. febrúar

By Fréttir

Fimmtudaginn 9. febrúar munu Blóðbankinn og Neistinn í samvinnu í annað sinn hvetja landsmenn sérstaklega til að gefa blóð.


Hjartabörn hafa býsna mörg þurft að nota þjónustu bankans og viljum við, aðstandendur þeirra, þakka fyrir okkur með því að gefa blóð og hvetja aðra til samflots.


Blóðsöfnunin stendur allan daginn, opið frá kl.08:00 -19:00.

Léttar veitingar verða í boði Blóðbankans.

Barnapössun, andlistsmálun og blöðrur, milli kl. 14:00 og 18:00.

Blóðgjöf er lífgjöf!


Húfuverkefni Neistans

By Fréttir

Vikuna 7.-14. febrúar stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla.

Þessa viku eykur Neistinn áherslu á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfsemi Neistans. 

 

Stjórn Neistans ákvað að hefja vinnu við húfuverkefni að amerískri fyrirmynd – Bandarísku hjartasamtökin og félag hjartveikveikra barna í Ameríku hafa staðið fyrir svona verkefni sem kallast “little hats, big hearts”. 

 

Þá mun Neistinn, með traustri og mikilvægri aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, prjóna og gefa öllum nýburum sem fæðast þessa viku fallega, rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna, en árlega fæðast um 70 hjartveik börn á Íslandi. 

 

Við þökkum öllum kærlega fyrir ómetanlegu aðstoðina við þetta verkefni okkar, sem er örugglega eitt það krúttlegasta sem undirrituð hefur séð!

 

Netupplausn-



Myndin er eftir Stefaníu Reynis, en hún gaf Neistanum vinnu sína til að styðja við þetta fallega verkefni. Kunnum við henni hjartans þakkir fyrir.