Skip to main content
Category

Fréttir

Kringlan með afmælissöfnun fyrir hjartveik börn

By Fréttir

hjartabaukurÍ tilefni þess að Kringlan er 25 ára hefur verið ákveðið að gefa einskonar afmælisgjöf frá Kringlunni og viðskiptavinum til Neistans á þessum tímamótum.

 

Útbúinn hefur verið hjartalaga risasparibaukur úr plexigleri þar sem fólki mun gefast kostur á að styðja þetta góða málefni.  Hugmyndin er að fylla hann af “rauðum” peningaseðlum, sem að söfnun lokinni munu verða afhentir Neistanum.

Helga Valdís Árnadóttir, grafískur hönnuður, hannaði hjartað en Format-Akron smíðaði það og gaf vinnuna. 

Sumarhátíð Neistans 2012 í Árbæjarsafni

By Fréttir

Sumarhátíð Neistans í ár verður haldin sunnudaginn 1. júlí n.k. í Árbæjarsafni.

 

Hátíðin stendur frá kl 13:00 til kl. 15:00.

 

Þarna ætlum við að njóta þess að eiga góðan dag saman. Leikhópurinn Lotta kemur og skemmtir okkur og Fornbílaklúbburinn verður með sýningu á bílum sínum. Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á samlokur og drykki.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.

Myndin “70 lítil hjörtu” komin á vefinn

By Fréttir

70_litil_hjortuSjónvarpsmynd Páls Kristins Pálssonar, 70 lítil hjörtu, sem Neistinn lét gera og sýnd hefur verið í sjónvarpinu, er nú aðgengileg á Netinu.

 

– Með íslenskum texta: https://vimeo.com/43075759

– Ótextuð: https://vimeo.com/42640755).

– Með enskum texta:

http://www.youtube.com/watch?v=XDN1a47-khM&feature=share

 

Í myndinni er fjallað um meðfædda hjartagalla og þeir skoðaðir frá ýmsum sjónarhornum. Rætt er við lækna, aðstandendur hjartabarna og konu með hjartagalla sem sjálf hefur eignast barn. Myndin hlaut góða dóma og þótti sérstaklega fræðandi. Við hvetjum aðstandendur hjartabarna til að benda vinum og vandamönnum á myndina.

Aðalfundur Neistans

By Fréttir

verður haldinn fimmtudaginn 31. maí kl. 20:00 að Síðumúla 6.

 

Dagskrá:

 

1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins lagðir fram
3. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neistans.

 

Guðrún Bergmann Franzdóttir sitjandi formaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu.

Bingó – BINGÓ

By Fréttir

Neistinn býður félagsmönnum sínum í bingó laugardaginn 18. febrúar n.k.  frá kl.12:00 til 14:00 í Seljakirkju.  Fullt, FULLT af flottum vinningum eins og ávallt.

 

Svo gæðum við okkur á dýrindis pizzum að bingói loknu.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Stjórn Neistans

Hjartaþegi hvetur þingheim

By Fréttir

„Það sem vakir fyrir mér er að fá íslensku þjóðina til að vera gjafmildari á líffæri og að stytta bið einstaklinga eftir nýjum líffærum vegna veikinda sem ekki er hægt að lækna á annan máta,“segir Kjartan Birgisson hjartaþegi, sem í morgun afhenti þingheimi áskorun um að taka frumvarp um líffæragjafir á dagskrá þingsins sem allra fyrst.

Read More

Jólaball Neistans ofl.

By Fréttir

Jólaball Neistans 2011, bíóferð og Unglingahópur

Jólaball Neistans verður haldið laugardaginn, 10. desember n.k. kl. 13:00 – 15:00 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Þá syngjum við saman og dönsum við undirleik SÍBS bandsins, gæðum okkur á góðum kökum og meðlæti. Og að sjálfsögðu mætir Sveinki á svæðið og aldrei að vita nema hann laumi á einhverju handa börnunum.

Read More

Dagatal Neistans 2012

By Fréttir

dagatal2012Gefum út nú þriðja árið í röð þetta flotta dagatal fyrir árið 2012. Dagatalið kostar 1500 kr. og rennur óskert til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga geta pantað dagatal hér til vinstri og fengið það sent heim eða hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 552-5744

eða sendið mail á neistinn@neistinn.is