Skip to main content
Monthly Archives

september 2012

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2012 – Bronsleikarnir og Hjartagangan

By Fréttir


Alþjóðlegi hjartadagurinn verður þann 29. september.

Í tilefni dagsins hvetur Neistinn alla til að koma í Laugardalinn og taka þátt Bronsleikunum og Hjartagöngunni.

Bronsleikarnir (kl. 9:30)

Bronsleikarnir verða nú í fyrsta skipti hluti af hátíðarhöldum í tilefni alþjóðlega hjartadagsins.

Keppt verður í ýmsum skemmtilegum þrautum sem passa öllum aldurshópum, þ.a. allir fá viðfangsefni við hæfi.

Hjartabörn verða saman í hópi og fara þrautirnar hvert á sínum hraða.  Allir eru því velkomnir – já, og allir fá verðlaun.

 

Tilkynnið þátttöku á neistinn@neistinn.is eða í síma 5525744 – ekki síðar en á hádegi föstudaginn 28. september.

Hjartagangan (kl. 10:30)

Lagt verður af stað fyrir framan Laugardalshöllina.  Farnar verða 2 vegalengdir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Endilega bjallið í okkur í síma 5525744 til að fá frekari upplýsingar.

 

Meira um Bronsleikana hér fyrir neðan:

Read More

Nordic Youth Camp 2012 í sumar

By Fréttir

 

forsíðumyndNorðurlandasumarbúðirnar voru haldnar í Nyköping í Svíþjóð í ár.  Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um að komast í búðirnar.  Um leið og við fögnum því hvað unglingahópurinn okkar stækkar, þá er það sárt að þurfa hafna umsóknum.  En það kemur sumar aftur að ári og nýjar búðir!


Í sumar sendum við sendum 10 unglinga ásamt 2 fararstjórum og ferðin gekk vel fyrir sig, allir skemmtu sér vel og var hópurinn fljótur að blandast.  Sumarbúðirnar eru ekki bara skemmtun heldur eru þær fræðandi líka.  Krakkarnir sem farið hafa munu aldrei gleyma þessari upplifun.


Hér eru nokkrar myndir frá Nyköping í sumar, sem tala sínu máli:

Uppboð á húfum til styrktar Neistanum

By Fréttir

Uppboð á húfum


Dagana 5.-10. sept. verður uppboð á húfum til styrktar Neistanum.  


Húfurnar, sem eru 44 eru prjónaðar af Guðrúnu Magnúsdóttir, höfundi bókarinnar Húfuprjón sem er nýkomin út.  Þær er allar að finna í bókinni.


Hver einasta króna sem fólk greiðir fyrir húfurnar á uppboðinu fer til Neistans. 


Uppboðið er í samstarfi við Meba í KringlunniHúfunum er stillt upp í glugga Meba og inni í búðinni er bók þar sem fólk skráir tilboð sitt.