Skip to main content
Yearly Archives

2019

Páskabingó 2019

By Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á miðvikudaginn 10. apríl
kl. 17 – 19, í safnaðarheimili Grensáskirkju, háaleitisbraut 68.

Bingóið er fyrir alla félagsmenn og vini, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu.

Fullt, fullt af flottum vinningum!

SPJALDIÐ KOSTAR 300,- kr. fyrir félagsmenn og 500, – kr fyrir vini.

Hlökkum til að sjá ykkur :=)

Árshátíð Neistans 2019

By Fréttir
Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 16.mars 2019 í sal Kiwanisklúbbs Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a, 200 Kópavogi.

Takið kvöldið frá og setjið sparifötin í hreinsun ?

Veislustjórar: Hjartamömmurnar Elín og Jónína !
Skemmtileg skemmtiatriði verða í boði

Dans: Auðvitað DJ ! – Happdrætti: Auðvitað! – Fordrykkur: Jebbs!

Húsið opnar kl:19 og boðið verður upp á fordrykk. Matur byrjar kl:19:30.

Verðið eru litlar 5.000 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning:
0133-26-012610
kt: 490695-2309
senda staðfestingu á neistinn@neistinn.is
Hægt er að skrá sig og greiða til 11.mars 2019.

Miðar verða afhentir við innganginn.

Hlökkum til að sjá ykkur

Spil á hendi

Spilakvöld foreldra og GUCH á Norðurlandi

By Fréttir

Ágætu félagsmenn í Neistanum á Norðurlandi

Föstudaginn 1. mars ætlar stjórn Neistans að koma til Akureyrar og halda spilakvöld með foreldrum hjartabarna á svæðinu og fullorðnum með hjartagalla. Stjórnin mætir með sína maka og er markmiðið að kynnast, spjalla, spila og skemmta sér saman. Spiluð verður félagsvist og eru velkomið að taka með sér drykki, bæði veika og sterka.

Kvöldið er fyrir foreldra hjartveikra bara og 18 ára og eldri sem fæddust með hjartagalla.  Hægt er að sjá meira um viðburðinn hér.

Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að koma saman og efla tengsl okkar við félagið.