Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2021

hoppandi börn

KVAN námskeið fyrir 10-15 ára

By Fréttir, Uncategorized

Nú stendur yfir skráning á KVAN námskeið fyrir systkini langveikra barna þar sem þátttakendur ættu að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið trú sína á eigin getu.

Hvenær:

Námskeiðið hefst 17. september fyrir börn á aldrinum 10-12 ára og mun fara fram á föstudögum frá klukkan 16:00 til 18:30 (8 skipti).  Fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára hefst námskeiðið 21. september og mun fara fram á þriðjudögum frá klukkan 18:30-21:30.

Þátttakendur hittast í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).

Fyrir hverja:

Námskeiðin eru ætluð börnum fjölskyldna sem eru í aðildarfélögum Umhyggju. Við skráningu er mikilvægt að félagsmenn taki fram að þeir séu í Neistanum (sett í reitinn upplýsingar).

Skráningargjaldið er aðeins 7.000 krónur þar sem það er niðurgreitt (hefðbundið verð er 88.000 krónur).

Skráning fyrir 10-12 ára börn           Skráning fyrir 13-15 ára ungmenni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 18. september

By Fréttir, Uncategorized

Hlaupum til góðsReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka mun fara fram laugardaginn 18. september.

Hlaupið er tilvalin fjölskylduskemmtun þar sem frábær stemming myndast þegar styrktaraðilar Neistans leggja sitt af mörkum með því að hlaupa eða hittast á hliðarlínunni til þess að hvetja hlauparana áfram.

Þátttakendur geta valið á milli fjögurra mismunandi vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.

Í kringum 70 börn greinast árlega með hjartagalla og er maraþonið ein helsta fjáröflunarleið Neistans.

Við erum endalaust þakklát öllum þeim sem hlaupa fyrir félagið, mæta til að hvetja hlauparana áfram og öllum þá sem hafa styrkt við starf félagsins með því að heita á hlauparana.

 

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið           Áheitasöfnun

 

Allir sem hlaupa fyrir Neistann fá gefins dri-fit bol sem er merktur félaginu til að hlaupa í. Hlauparar eru hvattir til að panta bol með því að senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is og tilgreina bolastærð.

Hlökkum mikið til að hvetja ykkur áfram í hlaupinu.

KVAN námskeið fyrir 7-9 ára

By Fréttir, Uncategorized

Umhyggja í samstarfi við KVAN býður upp á vandað námskeið fyrir systkini langveikra barna. Þátttakendur eru efldir á uppbyggilegan og skemmtilegan hátt til að takast á við þær félagslegu aðstæður sem upp koma í lífi þeirra.

Hvenær:

Námskeiðið hefst 19. ágúst og mun fara fram á fimmtudögum frá klukkan 16:30 til 18:30 (8. skipti). Börnin hittast í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað 7-9 ára börnum fjölskyldna sem eru í aðildarfélögum Umhyggju. Við skráningu er mikilvægt að félagsmenn taki fram að þeir séu í Neistanum (sett í reitinn upplýsingar).

Skráningargjaldið er aðeins 7.000 krónur þar sem það er niðurgreitt (hefðbundið verð er 88.000 kr)

 

Skráning á námskeið