Skip to main content
Yearly Archives

2022

MasterClass

Aðgangur að MasterClass streymisveitunni

By Fréttir

Félagsmenn Neistanum eru hvattir til að sækja um ókeypis ársárskrift að streymisveitunni MasterClass (www.masterclass.com). Inni á streymisveitunni miðla margir af færustu fyrirlesurum, frumkvöðlum og kennurum heims kunnáttu sinni og færni. Þetta er þar af leiðandi tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja styrkja sig og víkka út sjóndeildarhringinn.

Í boði eru 50 árspassar sem sótt er um á heimasíðu Umhyggju. Þegar úthlutun liggur fyrir verður hverjum og einum sendur aðgangstengill. Úthlutun hefst föstudaginn 8. apríl og mun standa þar til öllum pössum hefur verið úthlutað.

Sækja um árspassa

Þeir foreldrar sem þiggja foreldragreiðslur og eru þ.a.l. utan almenns vinnumarkaðar og skóla fá forgang að passa.

Hjarta í góðum höndum

Framkvæmdastjóri Neistans

By Fréttir

Neistinn leitar eftir öflugum og drífandi einstakling í starf framkvæmdarstjóra félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri félagsins.
  • Skipulagning og þátttaka markaðssetningu félagsins.
  • Frumkvæði að stefnumótun, þróun og áætlanagerð.
  • Ábyrgð og umsjón með fjáröflun félagsins.
  • Þátttaka og ábyrgð á alþjóðlegu samstarfi.
  • Önnur verkefni í samráði við stjórn.
  • Góð þekking á samfélagsmiðlum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar.
  • Hæfni til að leiða öfluga kynningu á starfsemi Neistans.
  • Góð tungumálakunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Lipurð í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Sótt er um starfið í gegnum atvinnuleitarmiðilinn Alfreð 

uglingastarf neistans Speed boat adventure

Lilja Eivor mun leiða unglingastarf Neistans

By Fréttir, Uncategorized, Unglingastarf

Til þess að efla unglingastarfið hjá Neistanum hefur Lilja Eivor Gunnarsdóttir tekið að sér að leiða það.

Nánar um Lilju

Lilja er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Hún stundar framhaldsnám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar auk þess sem þjálfari á námskeiðum hjá KVAN og hefur náð frábærum árangri með skjólstæðingum sínum

Hún hefur starfað með börnum og unglingum í mörg ár, þá aðallega sem stuðningur fyrir börn með sérþarfir. Hún hefur unnið með unglingum í leiklist, samskiptahæfni og við það að hjálpa þeim að stækka þægindarammann sinn. Lilja vann einnig á Landspítalanum með ungmennum í fíkniefnavanda.

Næsti hittingur

Næsti hittingur verður á sunnudaginn 27. mars klukkan 19.30 þar sem Lilja mun sjá um að hrista hópinn (14-18 ára) saman. Jafnframt verða næstu viðburðir skipulagðir í samráði við þá sem mæta.

Hist er í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið lilja@kvan.is

Þeir sem vilja fara í norrænu sumarbúðirnar eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Norrænu sumarbúðirnar 2017

Norrænu sumarbúðirnar 2022

By Fréttir, Uncategorized, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjartaunglinga verða haldnar í Danmörku vikuna 24. – 31. júlí 2022. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og blómstra. Undanfarin ár hefur verið dýrmætt að fylgjast með unglingunum mynda traust jafningjasambönd í sumarbúðunum.

Fyrir hverja:

Sumarbúðirnar eru fyrir 14-18 ára unglinga (fæddir eru 2004-2008) með meðfædda hjartagalla. Í heildina taka 50 unglingar þátt en þeir koma frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í sumarbúðunum verður starfandi hjúkrunarfræðingur auk þess sem hvert land sendir 2 farastjóra út með krökkunum.

Arnar Þór Hjaltested og Margrét Ásdís Björnsdóttir verða farastjórar í ferðinni og munu halda vel utan um hópinn.

Verð:

75.000 krónur. Innifalið í verði er flug, afþreying, fullt fæði og gisting.

Skráning:

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í Norrænu sumarbúðirnar eru beðnir um að hafa samband við Neistann með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is. Þar sem takmarkað pláss er í sumarbúðirnar ganga þeir fyrir sem ekki hafa farið áður. Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2022.

Facebook hópur unglingastarfsins

Hjarta í góðum höndum

Styrktarsjóður

By Fréttir, Uncategorized

Við leitum eftir liðstyrk í Styrktarsjóð hjartveikra barna til þess að taka við stjórnarsetu af Sigríði Jónsdóttur, gjaldkera sjóðsins. Sjóðurinn er byggður upp af ávöxtun eigin fjármuna og frjálsum framlögum. Gjaldkeri hefur umsjón með fjárfestingum sjóðsins.
Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is

Styrktarsjóður hjartveikra barna gegnir mikilvægu hlutverki og veitir fjölskyldum hjartveikra barna fjárhagslegan stuðning. Úthlutanir fara fram þrisvar á ári og sjóðnum er m.a. ætlað að létta undir varðandi tekjumissi og kostnað hjartafjölskyldna tengdan aðgerðum og rannsóknum.

Stjórn Neistans

Í stjórn styrktarsjóðsins sitja:
Guðrún Pétursdóttir – formaður
Össur Skarphéðinsson – varaformaður
Sigríður Jónsdóttir – gjaldkeri
Gunnlaugur Sigfússon -meðstjórnandi
Kristín Ólafsdóttir – varastjórn

Vitundarvika um meðfædda hjartagalla 7.-14. febrúar

By Fréttir

Vitundarvikan okkar er hafin!

Nú stendur yfir alþjóðleg vika meðfæddra hjartagalla þar sem sérstök áhersla er lögð á að veita fræðslu um hjartagalla og kynnast hetjunum sem þurfa að lifa með þeim alla sína ævi.

Við hjá Neistanum kynnum stolt til leiks nokkur frábær hjartabörn og segjum sögu þeirra á samfélagsmiðlunum okkar til að veita innsýn í lífið þeirra.

 

Litlar húfur, stór hjörtu

Fjölmargir góðhjartaðir prjónarar lögðust á eitt og afhentu okkur fallegar nýburahúfur fyrir börn sem fæðast nú í vitundarvikunni, 7.-14. febrúar. Rauða Neistahúfan er gjöf frá félaginu til að vekja athygli á þeim 70 börnum sem árlega fæðast með hjartagalla og starfi Neistans.

Í ár efndum við til prjónakeppni þar sem atorkusamir prjónarar landsins gátu skráð sínar húfur til leiks og unnið til verðlauna fyrir flestar prjónaðar húfur. Þátttakan fór fram úr okkar björtustu vonum og þegar upp var staðið höfðu á fjórða hundrað húfur verið prjónaðar.

Hjartans þakkir fyrir okkur!

 

 

Omnom súkkulaði Neistans

Súkkulaðigjafasett Neistinn

Við höfum hafið sölu á ljúffengu Omnom súkkulaði merktu Neistanum sem er tilvalin Valentínusargjöf. Hægt er að kaupa súkkulaðið með því að senda póst á neistinn@neistinn.is, á heimasíðunni okkar hér, en einnig verður súkkulaðið til sölu á kynningabás Neistans í Kringlunni dagana 12. og 13. febrúar. Tilvalin gjöf til að gleðja þau sem standa hjarta þínu næst.

Pakkinn inniheldur þrjár tegundir af Omnom súkkulaði í sérmerktum umbúðum; Caramel, Lakkrís + Sea Salt og Sea Salted Almonds. Pakkinn vegur 180 gr.

Verð 2.990 krónur.

Fundi styrktarsjóðs frestað

By Fréttir

Vegna samkomutakmarkana í samfélaginu og takmörkunum á fundarhaldi hefur stjórn styrktarsjóðs hjartveikra barna ákveðið að fresta úthlutundarfundi fyrir janúarúthlutun til 15. febrúar nk.

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann valda.

Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband í síma 899-1823, eða á neistinn@neistinn.is.

Starfsemi barnahjartalækna flytur

By Fréttir, Uncategorized

Um leið og Neistinn óskar félagsmönnum sínum og velunnurum gleðilegs nýs árs viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Frá og með mánudeginum 3. janúar hefur þjónusta barnahjartalækna sem höfðu aðsetur í Domus Medica, flutt í Urðarhvarf 8, Kópavogi. S: 563-1010.

Þangað flytja líka aðrir barnalæknar sem störfuðu í Domus og Barnalæknaþjónustan.

Í Domus Medica voru þeir Gunnlaugur Sigfússon, Gylfi Óskarsson og Sigurður Sverrir Stephensen með stofu.

Hróðmar Helgason er með aðsetur í Heilsuklasanum, Bíldshöfða 9. S: 599-1600.