Skip to main content
Yearly Archives

2023

Lauga-ás með hjartað á réttum stað ❤️

By Fréttir

Í gær afhentu feðgarnir Ragnar og Guðmundur Neistanum  4.581.390 krónur sem söfnuðust þegar fjöldi fólks lagði leið sína á Lauga-ás vikuna 9.-15.janúar. 

Styrkir af þessum toga eru ómetanlegir fyrir starf Neistans en með þeim getum við haldið úti og aukið við ýmsa þjónustu til fjölskyldna hjartveikra barna, svo sem eflt styrktarsjóðinn, haldið viðburði og styrkt unglingastarfið.

Við erum þakklátari en orð fá lýst þeim feðgum, starfsfólki Lauga-ás, birgjunum sem gáfu sínar vörur, félagsmönnum og hjartabörnum sem stóðu vaktina með okkur og öllum þeim sem komu og áttu fallega stund með okkur ❤️

Laugaás

By Fréttir

Við erum Laugaás ótrúlega þakklát og hlökkum til að takast á við þessa viku með þeim ❤️

Hægt verður að koma á staðinn á milli 11:00-20:00 vikuna 9.-14.janúar eða hringja í síma 553-1620 og panta borð.

Mikið hefur verið spurt hvort hægt sé að leggja beint inn á okkur og það er hægt með því að leggja inn á reikning 0101-15-375452 kennitala 490695-2309 ❤️

Laugaás

By Fréttir

Dyr veitingastaðarins Laugaás verða opnaðar að nýju næsta mánudag, 9.janúar og verður opið til 14.janúar, opið verður frá 11:00-20:00 þessa daga.

Félagsmenn og velunnarar Neistans munu hjálpa til við uppvask, framreiðslu, afgreiðslu o.fl. og hvetjum við alla til að kíkja við, styðja við Neistann og kveðja frábært veitingahús.

Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans ❤️

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjartaunglinga verða haldnar í Tampere, Finnlandi vikuna 16. – 23. júlí 2023. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og blómstra. Undanfarin ár hefur verið dýrmætt að fylgjast með unglingunum mynda traust jafningjasambönd í sumarbúðunum.

Fyrir hverja:

Sumarbúðirnar eru fyrir 14-18 ára unglinga (fæddir eru 2005-2009) með meðfædda hjartagalla. Í heildina taka 40 unglingar þátt en þeir koma frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í sumarbúðunum verður starfandi hjúkrunarfræðingur auk þess sem hvert land sendir 2 farastjóra út með krökkunum.

 

Verð:

75.000 krónur. Innifalið í verði er flug, afþreying, fullt fæði og gisting.

Skráning:

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í Norrænu sumarbúðirnar eru beðnir um að hafa samband við Neistann með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is. Þar sem takmarkað pláss er í sumarbúðirnar ganga þeir fyrir sem ekki hafa farið áður. Umsóknarfrestur er til 31.janúar 2023.

Styrktarsjóður hjartveikra barna

By Fréttir

Umsóknarfrestur til að sækja um styrk í styrktarsjóð hjartveikra barna er til 20.janúar næstkomandi. 

Fylla þarf út umsókn um fjárstyrk og láta læknisvottorð fylgja með.

Umsókninni er síðan skilað til:
Gunnlaugs Sigfússonar barna-hjartasérfræðings
Barnaspítala Hringsins
101 Reykjavík

Hægt er að finna umsóknina hér ❤️

Styrktarumsókn 

Allar nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Neistans, í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um páska

By Fréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Vaðlaborgum og Brekkuskógi yfir páskana.

Úthlutað er tveimur tímabilum, annars vegar frá 31. mars til 5. apríl (inn í miðja Dymbilvikuna) og hins vegar frá 5. til 10. apríl (yfir Páskahelgina).

Umsóknarfrestur er til 15. janúar og verða allar umsóknir yfirfarnar eftir þann dag. Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir í kringum 31. janúar.

Sótt er um á heimasíðu Umhyggju