Skip to main content
All Posts By

formadur

jakob hleypur

Reykjavíkurmaraþon 2014 – Hlaupið fyrir Neistann

By Fréttir

 

 Reykjavikkurmarathon 2014

Reykjavíkurmaraþon verður hlaupið 23. ágúst.  Búist er við mikilli þátttöku og góðri stemmningu.  Að vanda geta vinir Neistans tekið þátt í söfnun fyrir félagið með því að heita á þá hlaupara sem hlaupa til góðs í nafni Neistans.  Nú eða þá að hlaupa sjálfir í nafni félagsins og safna áheitum.

 

 

Heita á hlaupara – styrkja Neistann

 

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni og styrkja góðgerðarfélög eins og Neistann.  Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 25. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 23. ágúst 2014.
 
Hlaupara Neistans má sjá með því að smella hér.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.
 

 

Hlaupa sjálfur til góðs – safna fyrir Neistann

 

Ef þú vilt sjálf(ur) hlaupa til góðReykjavikurmaraþon - Jakob hleypurs (t.d. fyrir Neistann) skráir þú þig fyrst í Reykjavíkurmaraþonið á www.marathon.is.  Í skráningarferlinu er boðið upp á að skrá sig sem góðgerðarhlaupara fyrir ákveðið góðgerðarfélag. Haka þarf í reitinn “Já, ég vil hlaupa til góðs” og velja góðgerðarfélag í fellilistanum.  Nafn þitt birtist á síðunni www.hlaupastyrkur.is og hver sem er getur heitið á þig.  Þú getur sett inn myndir á síðunni og eða sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir félagið.

 

Viðurkenningarskjal – Þakkir.  Um leið og Neistinn hvetur fólk til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki hvetjum við hlaupara að skrá sig og hlaupa fyrir hjartabörn á Íslandi. Þeim sem safna áheitum fyrir Neistann fá sérstakt viðurkenningarskjal í þakklætisskyni frá félaginu.  Þeim fjölmörgu sem hlaupið hafa í gegnum árin fyrir Neistann eru færðar hjartans þakkir fyrir þeirra framlag.

Ný stjórn – nýr formaður

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn þriðjudaginn 3. júní, 2014.

 

 Guðrún Bergmann og Guðný Sigurðardóttir

Þar bar helst til tíðinda að tveir reyndustu stjórnarmennirnir, þær Guðrún Bergmann Franzdóttir, formaður og Guðný Sigurðardóttir, gjaldkeri, gengu úr stjórn.  Tveir nýir menn voru kosnir í þeirra stað, þau Arna Bjartmarsdóttir og Árni Finnsson.

 

Nýr formaður var kosinn, Fríða Björk Arnardóttir.

 

 

Stjórn Neistans þakkar þeim Guðrúnu og Guðnýju sérstaklega vel unnin störf og mikilsvert framlag til málefna hjartafólks.

 

Skipan stjórnarinnar allrar má sjá hér.

 

 

Þá voru samþykktar lagabreytingar í þá veru að félagið nær nú utan um hjartafólk á öllum aldri – ekki bara börn.  Þetta kemur til vegna framfara og frábærs árangurs í lækningu og meðferð hjartagalla á börnum og fjölgar því fullorðnum með hjartagalla eftir því sem börnin okkar vaxa úr grasi.

Aðalfundur Neistans 2014

By Fréttir

verður haldinn þriðjudaginn 3. júní kl. 20:00 að Síðumúla 6. (2. hæð).

 

Léttar veitingar.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins lagðir fram

3. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram

4. Kosning nýs formanns*

5. Kosning stjórnar**

6. Lagabreytingar***
7. Önnur mál

 

* Núverandi formaður Guðrún Bergmann gefur ekki kost á sér.  Eitt framboð hefur borist, frá Fríðu Björk Arnardóttur, núverandi varaformanni.

**Tveir menn ganga úr stjórn.  Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neistans.

*** Sjá tillögu hér.

 

Tillaga að lagabreytingu fyrir Neistann 2014

By Fréttir


Nú líður að aðalfundi Neistans.  Komið hafa fram tillögur að lagabreytingum fyrir Neistann.  Þær eru kynntar hér til sögunnar og verður greitt um þær atkvæði á aðalfundinum.  Aðalfundur verður boðaður fljótlega.

Lagt er til að lögin verði eins og hér stendur:

Read More

Árshátíð Neistans 2014 fellur niður/frestast

By Fréttir


Ari Eldjárn


Elsku vinir.


Okkur til mikillar armæðu tilkynnist hér með að árshátíðin í ár verður slegin af
– eða a.m.k. frestað.


Ónóg þátttaka veldur.


Hvað veldur hins vegar þátttökuskortinum verður nú greint í þaula og blásið til úrvalsárshátíðar að ári
– eða fyrr.





Árshátíð Neistans 2014

By Fréttir


GUCHarar, hjartaforeldrar, aðstandendur … Árshátíðin vofir yfir!



Ari og GísliHvenær: Föstudaginn 2. maí, 2014.


Klukkan: 19:30-Fordrykkur, 20:00-Borðhald
Hvar: Rúgbrauðsgerðin (Naminamm!) Borgartúni 6
Hvað: Frábær matur, skemmtilegt fólk
Tónlistaratriði: Jú takk
Uppistand: ARI ELDJÁRN (say no more)


Veislustjóri: GÍSLI EINARSSON (Landinn sjálfur)


Dans: Auðvitað!

 – Hinn síkáti ÖRLYGUR SMÁRI tryggir stuðið.


Happdrætti:  Auðvitað!
Fordrykkur:  Jebbs!
Eitthvað ætt?  Smellið hér ->  Matseðill


Prís5.900 (greiðist helst fyrir 30. apríl*)

Greiðsla:  Millifæra á

    kt. 490695-2309

    reikn. 345-26-141

    staðfesting á: neistinn@neistinn.is

*Þeir sem vilja komast yfir mánaðamótin eða nota greiðslukort hringi í Guðrúnu í síma 899 1823. Það reddast!


Miðarnir afhendast við innganginn.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Bingó 2014

By Fréttir

Páska-BINGÓ !!!!!!

Bingo2

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á þriðjudaginn 8. apríl

kl. 17 – 19

 

Spilað verður í Seljakirkju.  Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu. 

Hjarta-pizza

Fullt, fullt af flottum vinningum!


SPJALDIÐ KOSTAR 250,- kr.

 

Svo gæðum við okkur á dýrinds pizzum að bingói loknu.

Orlofshús sumarið 2014

By Fréttir

Orlofshúsið Vaðlaborgum

Sem aðilar að Umhyggju getum við fengið að dvelja í frábærum sumarhúsum félagsins í Vaðlaborgum og Brekkuskógi.

Umsóknarfrestur fyrir sumarið 2014 rennur út 24. mars nk.

  • Eins og undanfarin ár kostar vikan 25.000 kr.
  • Húsin eru leigð frá föstudegi til föstudags.
    Komutími í húsin eru kl. 16.00 og brottfarartími er kl. 12.00.
  • Það eru rúm fyrir 8 manns í Brekkuskógi en 6 manns í Vaðlaborgum.
    Þar er hægt að fá dýnur lánaðar.
  • Með húsunum er heitur pottur, uppþvottavél og þvottavél.
  • Einnig eru sjúkrarúm og lyftarar í báðum húsunum.

Framhlið
Sjá nánar hér (myndir o.fl.).  Einnig á  www.umhyggja.is.
 

Til að sækja um sumarhús:

Sendið tölvupóst á netfangið: umhyggja@umhyggja.is 

Eða hringið í síma 552-4242

Dagatal Neistans 2014

By Fréttir

Dagatal 2014

 

Dagatal Neistans 2014 er komið út!

 

 

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

 


Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja) dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is
eða í síma 552-5744.

Allir á bíó – Laugarásbíó býður á FURÐUFUGLA

By Fréttir

Furðufuglar

Laugardaginn 21. desember ætlar Laugarásbíó að bjóða Neistafólki – og þá erum við að meina hjartakrökkum, mömmum og pöbbum, öfum og ömmum, frænkum og frændum og …

– á fyndnustu fuglamynd allra tíma, FURÐUFUGLA.

 

Sýningin hefst kl. 12:00 (hádegi sumsé … ekki á miðnætti).


Varúð!  Menn verða að passa sig að springa ekki úr hlátri!


 


 

Munið fésbókarsíðuna okkar: https://www.facebook.com/Neistinn.StyrktarfelagHjartveikraBarna